Álfheimur
Staður í goðafræði
Álfheimur í norrænni goðafræði er sá staður þar sem Ljósálfar búa. Snorra-Edda talar um að tvenns konar álfar finnist í forn norrænni heimsmynd, Ljósálfar og Dökkálfar. Dökkálfar búa í jörðu og eru ólíkir Ljósálfum í útliti og hafa enn ólíkara innræti. Ljósálfar eru fegri en sólin sýnum og hafa göfugt innræti, Dökkálfar eru svartir sem bik en innræti þeirra óþekkt.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/9/97/%C3%84ngs%C3%A4lvor_-_Nils_Blomm%C3%A9r_1850.jpg/220px-%C3%84ngs%C3%A4lvor_-_Nils_Blomm%C3%A9r_1850.jpg)