Émile Zola
Émile Zola (2. apríl 1840 – 29. september 1902) var franskur rithöfundur og blaðamaður. Hann er talinn upphafsmaður natúralisma í bókmenntum og er einn vinsælasti rithöfundur Frakka[1] auk þess sem hann hefur verið einna oftast birtur og þýddur um heim allan. Skáldsögur hans hafa oft verið kvikmyndaðar og gerðar að sjónvarpsþáttum.
![]() Zola árið 1902. | |
Fæddur: | 2. apríl 1840 París, Frakklandi |
---|---|
Látinn: | 29. september 1902 (62 ára) París, Frakklandi |
Starf/staða: | Rithöfundur |
Þjóðerni: | Franskur |
Bókmenntastefna: | Natúralismi |
Þekktasta verk: | Les Rougon-Macquart, Thérèse Raquin, Germinal, Nana |
Maki/ar: | Éléonore-Alexandrine Meley |
Undirskrift: | ![]() |
Líf og verk Zola hafa mikið verið rædd í sagnfræðiverkum. Á bókmenntasviðinu er hann þekktastur fyrir verkið Les Rougon-Macquart, skáldverk í tuttugu bindum sem lýsir frönsku samfélagi á tíma annars franska keisaradæmisins frá sjónarhorni Rougon-Macquart-fjölskyldunnar. Verkið fylgir kynslóðum fjölskyldunnar og fjallar með hverri þeirra um ákveðið tímabil.
Síðustu ár hans einkenndust af afskiptum hans af Dreyfus-málinu, en Zola birti í janúar árið 1898 greinina J'accuse…! (Ég ásaka…!) til varnar Alfreds Dreyfus og var fyrir vikið sakfelldur fyrir meiðyrði og sendur í útlegð til London.
Tilvísanir
breyta- ↑ C. Becker et al., Dictionnaire d'Émile Zola, formáli.