Öngulsstaðahreppur
Öngulsstaðahreppur var hreppur austan Eyjafjarðarár í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Öngulsstaði. Um 20 km að lengd, frá mörkum Svalbarðsstrandarhrepps að bænum Sámstöðum við mörk Saurbæjarhrepps sem var innsti hreppurinn í Eyjafirði.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/1/16/%C3%96ngulsta%C3%B0ahreppur_kort.png/220px-%C3%96ngulsta%C3%B0ahreppur_kort.png)
Hinn 1. janúar 1991 sameinaðist Öngulsstaðahreppur Hrafnagilshreppi og Saurbæjarhreppi undir nafninu Eyjafjarðarsveit.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Flag_of_Iceland.svg/40px-Flag_of_Iceland.svg.png)