Þrívegur
Þrívegur (trivium) nefndust einu nafni þrjár af hinum „sjö frjálsu listum“ í háskólum miðalda, greinarnar voru: málfræði, mælskufræði og rökfræði.

Þrívegurinn var undirbúningsnám að fjórveginum. Í flestum háskólum miðalda var því litið á þríveginn sem algert fornám.