Þyrla
Þyrla er loftfar með vélknúna spaða sem gera þyrlunni kleift að taka á loft og lenda lóðrétt, haldast kyrri á lofti og fljúga aftur á bak og áfram. Þyrlur hafa að minnsta kosti tvö sett af þyrluspöðum. Algengasta útfærslan er á þann veg að stórir láréttir spaðar á toppi þyrlunnar hefja hana til flugs og knýja hana áfram og á halanum eru láréttir minni spaðar sem vinna gegn tilheigingu búksins til að snúast með stærri spöðunum.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/5b/D-HOPQ_%282723445432%29.jpg/220px-D-HOPQ_%282723445432%29.jpg)
Þyrlur eru mikið notaðar til björgunarstarfa, í hernaði og á svæðum þar sem fáir flugvellir eru. Eldri nöfn eru kofti og þyrilvængja.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Wiktionary-logo-is.png/35px-Wiktionary-logo-is.png)
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Þyrla.
Orðið þyrla, sem þýðing á enska orðinu helicopter, kom fyrst fram í Vísi þann 8. mars 1958.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist þyrlum.