Albuquerque
Albuquerque er stærsta borg í Nýju-Mexíkó. Íbúar voru 557.169 talsins árið 2014 en á stórborgarsvæðinu bjuggu 907.301 manns. Borgin er staðsett í miðju fylkinu og er í 1490-1950 metra hæð. Stórfljótið Rio Grande rennur í gegnum borgina og eru sex brýr yfir hana þar. Sandia-fjöll eru í austri. Albequerque er sólrík og þurr staður með um 278 daga af sól árlega. Nær helmingur íbúanna eru af rómönskum uppruna (hispanics, latinos)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/f/f8/Albuquerque_satellite_map.jpg/220px-Albuquerque_satellite_map.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/9/93/Rio_Grande_looking_south%2C_west_of_ABQ.jpg/220px-Rio_Grande_looking_south%2C_west_of_ABQ.jpg)
Albuquerque var stofnuð árið 1706 sem spænsk nýlenda og hér þá Villa de Alburquerque. Nafnið kemur frá Badajoz héraði á Spáni og þýðir hugsanlega hvít eik (latína: Albus quercus) eða apríkósa (galisíska: albaricoque).
Í borginni er ýmsar stofnanir, söfn og fleira: University of New Mexico (UNM), Kirtland Air Force Base, Sandia National Laboratories, The National Mueum of Nuclear Science & History, Lovelace Respiratory Research Institute, Central New Mexico Community College (CNM), Presbyterian Health Services og Petroglyph National Monument.
Tónlistarmaðurinn Jim Morrison úr The Doors bjó í borginni og leikarinn Neil Patrick Harris fæddist þar.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/e/eb/Albuquerque_pano_sunset.jpg/800px-Albuquerque_pano_sunset.jpg)
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Albuquerque, New Mexico“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. feb. 2017.