Antíokkos mikli eða Antíokkos 3. (gríska: Ἀντίοχος ὁ Μέγας Antiokkos ho Megas; um 241 f.Kr.-3. júlí 187 f.Kr.) var hellenískur konungur yfir Selevkídaríkinu frá 223 f.o.t. til 187 f.o.t. Hann ríkti yfir Sýrlandi og stórum hluta Vestur-Asíu frá lokum 3. aldar f.o.t. Hann komst til valda aðeins 18 ára gamall og hóf herfarir gegn Ptólemajaríkinu sem gengu illa. Síðar lagði hann undir sig og endurheimti stærstan hluta þess lands sem upphaflega hafði tilheyrt Selevkídaríkinu. Í kjölfarið réðist hann inn í Anatólíu og loks Grikkland sjálft, en beið ósigur í röð orrusta gegn Rómaveldi. Rómverjar lögðu svo Anatólíu undir sig og önnur lönd sem Antíokkos hafði áður sigrað gerðu uppreisnir. Hann var drepinn í herför í Persíu.[1]

Brjóstmynd varðveitt á Louvre. Hugsanlega rómversk eftirmynd af hellenískri höggmynd.

Tilvísanir

breyta
  1. Wilson. Nigel Guy (2006). Encyclopedia of ancient Greece. Routledge. bls. 58. ISBN 978-0-415-97334-2.
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.