Antoine Griezmann
Antoine Griezmann (fæddur 21. mars 1991) er franskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar fyrir Atletico Madrid á láni frá FC Barcelona og landslið Frakklands. Hann er örvfættur framherji, þykir tæknilegur leikmaður og góður skallamaður þrátt fyrir að vera fremur lágvaxinn.
Antoine Griezmann | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Antoine Griezmann | |
Fæðingardagur | 21. mars 1991 | |
Fæðingarstaður | Mâcon, Frakkland | |
Hæð | 1,74 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Atletico Madrid | |
Yngriflokkaferill | ||
1997–1999 1999–2005 2005-2009 |
Mâcon Mâconnais Real Sociedad | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2009-2014 | Real Sociedad | 180 (46) |
2014-2019 | Atletico Madrid | 180 (94) |
2019- | FC Barcelona | 71 (22) |
2021- | →Atletico Madrid (lán) | 0 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
2010 2011 2010-2012 2014- |
Frakkland U-19 Frakkland U-20 Frakkland U-21 Frakkland |
7 (3) 8 (1) 10 (2) 92 (37) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Griezmann hóf ferilinn með spænska liðinu Real Sociedad í spænsku annarri deildinni árið 2009. Hann vann deildina með liðinu og komst í efstu deild, La Liga. Árið 2014 hélt hann til Atletic Madrid. Hann var valinn besti leikmaður La Liga árið 2016 og útnefnur til gullknattarins. Hann var markahæstur á EM 2016.
Griezman er giftur baskenskri konu og eiga þau þrjú börn sem öll eru fædd á sömu dagsetningu. Systir hans var viðstödd á tónleikum í Bataclan leikhúsinu þegar hryðjuverkaárásirnar í París nóvember 2015 voru gerðar. Griezman spilaði á meðan á Stade de France leikvanginum gegn Þjóðverjum.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Antoine Griezmann“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. júlí 2018.