Bruninn á Þingvöllum 1970

Föstudaginn 10. júlí 1970 lést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands frá 1963 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1961 í eldsvoða í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum ásamt Sigríði Björnsdóttur, eiginkonu hans og Benedikti Vilmundarsyni, fjögurra ára dóttursyni þeirra. Upptök brunans hafa alltaf verið óljós. Hinn fjögurra ára gamli Benedikt var sonur alþingismannnana Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar eiginmanns hennar.[1]

Bjarni Benediktsson fæddist þann 30. apríl 1908 og lést þann 10. júlí 1970.

Fimmtudaginn 9. júlí 1970 fóru hjónin ásamt dóttursyni sínum í bústaðinn og ætluðu þau að dvelja þar um eina nótt.[2] Þau áttu heima að Háuhlíð 14 í Reykjavík og Haraldur Guðmundsson, bílstjóri keyrir þau á Þingvelli um klukkan þrjú eftir hádegi.[3] Í byrjun júlí ákvað Bjarni að heimsækja vin sinn Ásgeir Pétursson sýslumann í Borgarnesi þennan dag og gista á heimili hans um nóttina áður en þau fara á héraðsmótin. En nokkrum dögum seinna hefur hann samband aftur og hefur þá breytt áætlun sinni. Hann ætlar fyrst til Þingvalla, gista þar, en koma svo yfir Uxahryggi til Borgarness næsta dag. Bjarni hafði aðeins ætlað að gista í ráðherra­bú­staðnum eina nótt og halda síðan snemma morg­uns vest­ur á Snæ­fells­nes og sækja þar héraðsmót Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fyr­ir­huguð voru næstu daga. Bjarni tilkynnti ekki Eiríki Eiríkssyni þjóðgarðsverði um dvölina í ráðherrabústaðnum. En Eiríkur fréttir þó fljótlega af því að Bjarni ætlar að dvelja í bústaðnum.[3] Enginn annar virðist hafa orðið var við þau hjónin og barnið eftir að þau komu í bústaðinn. Kalt var í veðri á Þing­völl­um, þrátt fyrir að það var hásumar og þegar þau þrjú komu þangað síðdeg­is 9. júlí, og um kvöldið og nótt­ina hellirigndi og hvessti veru­lega, það fer að hellirigna og hvessa með norðan sjö til átta vindstigum.[4] Líklegt þótti að þau héltu sig innandyra vegna veðursins og að Bjarni hafi sleppt hinum vanalega göngutúr sínum um nágrennið.[3]

Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans um klukkan hálf tvö um nóttina. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Hollendingarnir sáu að gluggi við suðausturhornið hafði brotnað og að logar teygðu sig út um hann.[3] Einn Hollendinganna hélt aftur í Valhöll til að láta vita en hin fóru að bústaðnum. Bústaðurinn var læstur og allir gluggar lokaðir.[5] Skömmu síðar varð sprenging í bústaðnum, svo öflug að þakið lyftist af húsinu um nokkra metra og fellur síðan aftur niður með látum. Eldurinn breiddist svo hratt út um húsið.[6] Það varð til þess að ráðherrabústaðurinn, sem að gjarnan var kallaður Konungsbústaðurinn brann til grunna, en hann var reistur árið 1907.[7] Prestur sem að hafði aðsetur á Þingvöllum sagði að hann hafði gengið upp að bústaðnum og allt hafi verið eðlilegt, en að síðan tuttugu mínútum seinna leit hann aftur að bústaðnum og þá hafi hann verið í björtu báli.[1] Klukkan 1:38 um nóttina hringdi Jón Eiríksson í Slökkvistöðina í Reykjavík. Í fyrstu var ekki vitað hvort einhver væri í bústaðnum en símtal við ráðherrabílstjórann leiddi hið sanna í ljós. Þegar að lögreglumenn og slökkvilið komu á Þingvelli var klukkan um hálf þrjú og var ráðherrabústaðurinn þá að mestu brunninn niður. Dælt var úr slökkviliðsbílunum til að slökkva í rústunum og leita að þeim sem voru innandyra. Bjarni og Sigríður, finnast fljótlega, bæði látin og nokkru seinna finnst lík Benedikts. Ljóst var að þau höfðu öll vaknað við eldinn en ekki komist út. Eftir þetta eru gerðar ráðstafanir til að fá líkkistur og kemur bifreið á vegum slökkviliðsins í Reykjavík með þær skömmu síðar.[5]

Í yfirlit og niðurstöðum lögreglunnar um orsök brunans var ritað að þrjú slökkvitæki voru í bústaðnum, fleiri en í nokkrum öðrum sambærilegum húsum. Reykskynjarar voru líka fremur en í öðrum slíkum húsum á þessum tíma. En eldurinn hafði magnast svo hratt að slökkvitækin stóðu ókyrr. Tíu dögum eftir eldsvoðann er skráð í sakadómsbók Árnessýslu var skrifað að ekkert hafi bent til þess að neitt sérstakt gæti hafa orskað eldsupptökin og að líklegustu skýringarnar hafi komið að olíukyndingunni, rafleiðslum og tveimur ónotuðum própangastækjum í eldhúsinu. Einnig er talað um að möguleiki hafi verið á gasleka og að kviknað hafi verið í gasblönduðu lofti úr eldi í kyndingatækinu eða rafnmagsneista frá sígarettu. Þann 24. júlí 1970, þegar allar álitsgerðir og skýrslur liggja fyri tilkynnir saksóknari að af ákæruvaldsins hálfu sé að svo stöddu ekki krafist frekari aðgerða í málinu.[3]

Ýmsar samsæriskenningar um brunann hafa verið uppi í langan tíma. Árið 1979 sagði Mánudagsblaðið frá því að bruninn hafi ef til vill verið af mannavöldum vegna þess hve fljótt bústaðurinn varð alelda og að einhver hafi kveikt í bústaðnum viljandi.[1]

Minnisvarði um atburðinn var reistur á Þingvöllum árið 1995 og þann 10. júlí 2020 var haldin minningarathöfn, fimmtíu árum eftir atburðinn þar sem að Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra Íslands og Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, alnafni og frændi Bjarna Benediktssonar eldri tóku til máls.[8]

Viðbrögð og eftirmálar

breyta
 
Bjarni Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans í Ísrael árið 1964.

Í ríkisútvarpinu voru aðeins leikin sorgarlög allan morguninn en engar fréttir fluttar. Það er ekki fyrr en um hádegi 10. júlí að skýrt er frá því hvað hefur gerst. Áður en fréttirnar eru lesnar flytur Kristján Eldjárn, þáverandi Forseti Íslands ávarp.[3] Hann sagði að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu.[7]

Sama dag, þann 10. júlí 1970 féllst Kristján Eldjárn honum Jóhanni Hafstein, iðnaðarráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins að gegna embætti forsætisráðherra fyrst um sinn og þann 10. október 1970 var ákveðið að hann skyldi gegna embættinu endanlega.[1] Bjarni Benediktsson var þar með aðeins annar forsætisráðherra í Íslandssögunni til að þess að deyja í embætti á eftir Jóni Magnússyni árið 1926.

Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna gaf fram yfirlýsingu þann 10. júlí 1970 þar sem að hann sagði að Bandaríkin öll voru að missa góðan vin og leiðtoga,[9] en Bjarni og Nixon hittust á tuttugu ára afmælisveislu NATO í apríl 1969.[10]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Bjarnar, Jakob (7 október 2020). „Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina - Vísir“. visir.is. Sótt 25 janúar 2025.
  2. „Netgreinar Morgunblaðsins - Innskráning“. www.mbl.is. Sótt 25 janúar 2025.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 „Einstök harmsaga á Þingvöllum“. Skrifhús (bandarísk enska). Sótt 26 janúar 2025.
  4. „Eldsupptök aldrei upplýst“. www.mbl.is. Sótt 25 janúar 2025.
  5. 5,0 5,1 „Fimmtíu ár frá eldsvoðanum á Þingvöllum - RÚV.is“. RÚV. 10 júlí 2020. Sótt 25 janúar 2025.
  6. „Harmafregn fyrir hálfri öld - „… válegustu tíðindi ævi minnar". DV. 10 júlí 2020. Sótt 25 janúar 2025.
  7. 7,0 7,1 Erlingsdóttir, Margrét Helga (7 október 2020). „Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum - Vísir“. visir.is. Sótt 25 janúar 2025.
  8. Ólafsdóttir, Kristín (7 október 2020). „Minningar­at­höfn um for­sætis­ráð­herra­hjón og barna­barn þeirra - Vísir“. visir.is. Sótt 25 janúar 2025.
  9. „White House Statement About the Deaths of the Prime Minister of Iceland and Mrs. Bjarni Benediktsson and Their Grandson | The American Presidency Project“. www.presidency.ucsb.edu. Sótt 25 janúar 2025.
  10. Limited, Alamy. „U.S. President Richard Nixon shakes hands with Bjarni Benediktsson, right, prime minister of Iceland, at the 20th anniversary conference of the North Atlantic Treaty Organization in Washington, April 10, 1969. At center is Panagiotis Pipinelis, minister of foreign affairs of Greece. (AP Photo Stock Photo - Alamy“. www.alamy.com (enska). Sótt 25 janúar 2025.