Dómsmálaráðuneyti Íslands
Dómsmálaráðuneyti Íslands er eitt af níu ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður þess er dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðuneytið | |
---|---|
Ráðherra | Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir |
Ráðuneytisstjóri | Haukur Guðmundsson[1] |
Staðsetning | Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík |
Vefsíða |
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/9/9a/D%C3%B3msm%C3%A1lar%C3%A1%C3%B0uneyti%C3%B0_og_Samg%C3%B6ngu-_og_sveitarstj%C3%B3rnarr%C3%A1%C3%B0uneyti%C3%B0_2018.jpg/220px-D%C3%B3msm%C3%A1lar%C3%A1%C3%B0uneyti%C3%B0_og_Samg%C3%B6ngu-_og_sveitarstj%C3%B3rnarr%C3%A1%C3%B0uneyti%C3%B0_2018.jpg)
Frá 2011 til 2017 fór innanríkisráðuneytið með málefni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið tók til starfa 1. maí 2017.
Málefni ráðuneytisins
breytaDómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:[2]
|
|
Saga
breytaFrá því að Ísland fékk Stjórnarráð árið 1904 fóru Ráðherrar Íslands með dóms- og kirkjumál þar til sér ráðherra var skipaður 1917, Jón Magnússon.
Ráðuneytið hét dóms- og kirkjumálaráðuneytið fram til 2009, þá var nafninu breytt yfir í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið (2009–2011) og meiri áhersla lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttindamála. Ráðuneytið hélt áfram að sjá um kirkjumál. Auk þess tók ráðuneytið þá við forræði yfir sveitastjórnarkosningum, fasteignamati, neytendamálum, og málum er vörðuð mansal.[3]
Árið 2011 sameinaðist ráðuneytið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og var þá innanríkisráðuneytið myndað. Innanríkisráðuneytið var svo klofið árið 2017 í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Dómsmálaráðuneytið“. Sótt 2. desember 2017.
- ↑ „Nr. 84/2017 Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands“. Sótt 2. desember 2017.
- ↑ Vefrit dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. 2009.