Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir (f. 19. júní 1988) er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún var forseti borgarstjórnarinnar frá árinu 2018 til 2019. Dóra er yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkur.[1]
Dóra Björt Guðjónsdóttir | |||||
---|---|---|---|---|---|
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur | |||||
Í embætti 19. júní 2018 – 18. júní 2019 | |||||
Forveri | Líf Magneudóttir | ||||
Eftirmaður | Pawel Bartoszek | ||||
Borgarfulltrúi í Reykjavík | |||||
| |||||
Persónulegar upplýsingar | |||||
Fædd | 19. júní 1988 | ||||
Stjórnmálaflokkur | Píratar | ||||
Háskóli | Óslóarháskóli (BA) Freie Universität Berlin (BA) Háskóli Íslands (MA) |
Dóra ólst upp á Rafstöðvarveg í Elliðaárdalnum í Árbæ. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð flutti Dóra í nám til Noregs og nam heimspeki við Óslóarháskóla.[2]
Dóra útskrifaðist þaðan með bakkalársgráðu árið 2012. Hún útskrifaðist síðan með bakkalárskgráðu í aðþjóðafræði frá Óslóarháskóla og Freie Universität Berlin árið 2016. Hún sneri síðan heim til Íslands eftir sjö ára dvöl í Noregi og Þýskalandi og hóf störf með Pírataflokknum ásamt mastersnámi í alþjóðasamskiptum. Dóra útskrifaðist með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands árið 2017.[3]
Dóra Björt var í framboði til Alþingis fyrir Pírata í Alþingiskosningunum 2024.[4] Píratar fengu enga þingmenn kjörna í kosningunum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Lovísa Arnardóttir (19. júní 2018). „Yngsti forsetinn fagnar stórafmæli á fyrsta fundi“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2020. Sótt 8. mars 2019.
- ↑ Kristjana B. Guðbrandsdóttir (28. apríl 2018). „Mjólkaði safnkúna“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2020. Sótt 8. mars 2019.
- ↑ „Dóra Björt Guðjónsdóttir“. Reykjavíkurborg. Sótt 8. mars 2019.
- ↑ Árni Sæberg (18. október 2024). „Vill úr borgarstjórn á Alþingi“. Vísir. Sótt 15. desember 2024.
Fyrirrennari: Líf Magneudóttir |
|
Eftirmaður: Pawel Bartoszek |