Dagbjört Hákonardóttir

Dagbjört Hákonardóttir (f. 14. júlí 1984) er íslenskur lögfræðingur og Alþingismaður fyrir Samfylkinguna

Dagbjört Hákonardóttir (DagH)
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2023  Reykjavík n.  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fædd14. júlí 1984 (1984-07-14) (40 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MakiÞórhallur Gísli Samúelsson
Börn2
MenntunLögfræðingur
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Hún fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Katrín Björgvinsdóttir (1959) hjúkrunarfræðingur og Hákon Gunnarsson (1959), rekstrarhagfræðingur.

Starfsferill

breyta

Dagbjört lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2004 og lauk BA prófi í lögfræði í Háskóla Íslands.

Hún var laganemi hjá samgönguráðuneytinu frá 2008 – 2010, starfsnemi hjá utanríkisráðuneyti árið 2010, lögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara frá 2010 – 2014, lögfræðingur hjá umboðsmanni borgarbúa frá 2015 – 2018, lögfræðingur hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 2017 – 2018 og eftir það persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar til 2023.

Stjórnmálaferill

breyta

Dagbjört var í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna frá 2003 – 2006, stúdentaráðsfulltrúi og stjórnarmaður í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu frá 2005 – 2007, formaður Ungra Evrópusinna frá 2011 – 2013, í stjórn Nippon – íslensk-japanska félagsins frá 2013 –2015, í stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna frá 2014 til 2021 og síðar formaður þess til 2023 og hún var í stjórn Vertonet – félags kvenna og kára í upplýsingatækni frá 2022 – 2023.

Hún var í þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og var kjörinn varaþingmaður, en fór inn á þing eftir að Helga Vala hætti í stjórnmálum árið 2023. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágripi - Dagbjört Hákonardóttir(skoðað 12. September 2023)