Delta Rhythm Boys
The Delta Rhythm Boys var bandarískur sönghópur frá Oklahoma sem starfaði í 50 ár samfellt, frá árinu 1934 til 1987.
Sönghópurinn naut mikilla vinsælda í útvarpi og kvikmyndum í Bandaríkjunum fram á miðjan sjötta áratuginn en þá flutti hópurinn sig til Evrópu og kom víða fram, sérstaklega á norðurlöndunum.
Árið 1963 héldu Delta Rhythm Boys sex tónleika á Íslandi árið 1963 fyrir tilstilli knattspyrnudeildar Víkings.
Sérstaklega vel var látið af tónleikum þeirra hér á landi en upphaflega stóð til að Delta Rythm Boys héldu hér ferna tónleika, en fljótlega seldist upp á þá alla.
Skipuleggjendum tókst þá að framlengja dvöl sveitarinnar hér á landi og lék hún á tvennum tónleikum til viðbótar.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „1961-1970 – VÍKINGUR SÖGUVEFUR“ (bandarísk enska). Sótt 3 október 2019.