Eyja Péturs 1. (norska: Peter I Øy) er óbyggð eldfjallaeyja í Bellingshausen-hafi, 450 kílómetra (240 sml) frá meginlandi Suðurskautslandsins. Noregur gerir tilkall til yfirráða á eyjunni sem einnar af þremur hjálendum Noregs í Suður-Íshafi, ásamt Bouvet-eyju og Matthildarlandi. Eyjan er um 11 km á breidd og 19 km að lengd, eða 156 km2 að flatarmáli. Hæsti punktur hennar er Lars Christensen-tindur, 1.640 metrar á hæð.[1] Nær öll eyjan er þakin jökli og hún er umlukin hafís mestallt árið, sem kemur í veg fyrir aðgengi af sjó. Fyrir utan nokkra sjófugla og seli er lítið um hryggdýr á eyjunni.

Strönd Eyju Péturs 1.

Eyjan var nefnd eftir Pétri mikla þegar hún fannst í rússneskum leiðangri Fabian Gottlieb von Bellingshausen árið 1821.

Tilvísanir

breyta
  1. Birgit Njåstad (26. nóvember 2024). „Peter I Øy“. Store Norske Leksikon.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.