Flateyjarhreppur (S-Þingeyjarsýslu)
Flateyjarhreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu norðvestanverðri. Náði hann yfir Flatey á Skjálfanda og fimm bæi á Flateyjardal uppi á landi.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/f/f2/Flateyjarhreppur_%28%C3%9Eingeyjars%C3%BDslu%29_kort.png/220px-Flateyjarhreppur_%28%C3%9Eingeyjars%C3%BDslu%29_kort.png)
Hreppurinn var stofnaður árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Hálshreppi. Flateyjardalur fór í eyði 1953 en byggð hélst úti í Flatey til ársins 1967 en þá fluttust síðustu íbúarnir á brott. Flateyjarhreppur var sameinaður Hálshreppi á ný 1. mars 1972.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Flag_of_Iceland.svg/40px-Flag_of_Iceland.svg.png)