France 2
France 2 er önnur sjónvarpsstöð franska ríkisútvarpsins France Télévisions, ásamt stöðvunum France 3, France 4, France 5 og France Info. Stöðin hóf útsendingar 18. apríl 1964 undir heitinu RTF Télévision 2. Þann 1. október 1967 hóf stöðin fyrstu útsendingar á litasjónvarpi í Frakklandi með SECAM-staðlinum. Þann 6. janúar 1975 var rekstraraðili stöðvarinnar, ORTF, skyldaður til að kljúfa starfsemina í sjö stofnanir. Við það varð önnur rásin að opinbera hlutafélaginu Antenne 2. Árið 1987 var fyrsta ríkisstöðin, TF1, einkavædd, en Antenne 2 og FR3 sameinuðust undir merkjum France Télevisions. Nöfnum stöðvanna var breytt í France 2 og France 3 árið 1992.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Hart, Jeffrey A. Technology, Television, and Competition: The Politics of Digital TV, p. 46. Cambridge University Press, 2004. ISBN 0-521-82624-1
- ↑ „France 2 is now broadcasting in 4K UHD“. informitv. 24 janúar 2024. Sótt 25 ágúst 2024.