Geldingaholt
Geldingaholt er bær í Skagafirði vestan Héraðsvatna og var áður í Seyluhreppi.[1] Bærinn stendur á samnefndri hæðarbungu sem rís upp frá Vallhólminum austan við Langholt, skammt norðan Varmahlíðar. Austan við Geldingaholt rennur Húseyjarkvísl og kallast þar Holtskvísl.[2]
Geldingaholt var eitt af stórbýlum Skagafjarðar og þar bjuggu ýmsir höfðingjar fyrr á öldum. Þórður kakali bjó þar um tíma, áður en hann var kallaður út á fund Noregskonungs.[3] Þá setti hann Odd Þórarinsson til forráða en Eyjólfur ofsi Þorsteinsson og Hrafn Oddsson gerðu aðför að honum í janúar 1255 og var Oddur veginn eftir harða vörn.[4]
Þegar Gissur Þorvaldsson var kallaður á konungsfund árið 1254 eftir Flugumýrarbrennu setti hann Odd Þórarinsson yfir ríki sitt í Skagafirði og sat Oddur í Geldingaholti. Þeir Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson ásamt harðsnúnu liði úr her Sturlunga fóru að Oddi þá um veturinn og drápu hann.[4]
Í Geldingaholti var kirkja til 1765 og var hún helguð Pétri postula. Hólastóll átti Geldingaholt og rak þar bú um margra alda skeið.[4]
Heimildir
breyta- ↑ „Geldingaholt - NAT ferðavísir“. 4 maí 2020. Sótt 23 janúar 2025.
- ↑ „Húseyjarkvísl – Iceland Road Guide“. Sótt 23 janúar 2025.
- ↑ D.M. White (2020). The Saga of Þórður kakali: The Icelandic Text, with an English Translation. bls. 309.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 „Aðrir spennandi viðkomustaðir“. Kakalaskali (enska). Sótt 23 janúar 2025.