Glýseról
(Endurbeint frá Glýserín)
Glýseról eða Glýserín (1,2,3-própantríól eða 1,2,3-tríhýdroxýlprópan) er litar- og lyktarlaust alkóhól sem er afar vatnsgleypið, seigfljótandi og er sætt á bragðið. Það hefur þrjá vatnssækna hýdroxýl hópa sem valda vatnsgleypni þess. Glýserín er notað í glýserín sápur, snyrtivörur, mat og efnafræði.

