Hítardalur (dalur)
Hítardalur er dalur á Vesturlandi, rétt suðaustan Snæfellsness. Þar er samnefnt höfuðból Samkvæmt þjóðsögu bjó tröllkonan Hít í Hundahelli í Bæjarfelli. Jeppafært er eftir dalnum að Hítarvatni og rennur Hítará um dalinn. Þekja hraun botn dalsins og er þar tjaldsvæði. Dalurinn var friðaður um 1990.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/f/f5/H%C3%ADtardalur_2024_%28cropped%29.jpg/220px-H%C3%ADtardalur_2024_%28cropped%29.jpg)
Þann 7. júlí árið 2018 féll stór skriða úr Fagraskógarfjalli og niður í dalinn. Við það stíflaðist Hítará tímabundið og fann hún sér nýjan farveg. Skriðan er ein sú stærsta sem hefur fallið á sögulegum tíma. [1]
Til stendur að græða uppblásturssvæði í dalnum kjarri [2]
Tenglar
breyta- Nat.is - Hítardalur Geymt 5 júní 2020 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ Stórt framhlaup úr Fagraskógarfjalli í HítardalVedur.is Skoðað 5. júní 2020
- ↑ Græða 300 hektara lands í Hítardal Rúv, skoðað 5. júní 2020