Hauksbók
Hauksbók er íslenskt handrit frá 14. öld kennt við Hauk Erlendsson. Haukur var áhrifamaður í íslensku samfélagi og menningarlífi og var lögmaður sunnan og austan á Íslandi áður en hann fór til Noregs og starfað þar einnig sem lögmaður. Haukur hlaut frama á norskri grund; hann var konunglegur ráðgjafi Hákonar háleggs og var sleginn til riddara og Gulaþingslögmanni.
Hluti af upphaflegu bókinni eru týndir en sumir textar hennar eru ekki varðveittir í neinum öðrum handritum. Í henni eru einnig elstu afritin af mörgum textum sem hún hefur að geyma, þar á meðal Völuspá og Eiríks saga rauða. Í all flestum tilfellum eru textarnir afritaðir frá fyrri, nú týndum handritum. Þar á meðal má nefna þann hluta um stærðfræði sem kallast Algorismus, sem er það elsti stærðfræðitexti sem til er á norrænu máli,[1] og Hervarar saga og Heiðreks. Efni Hauksbókar er sérlega fjölbreytt, þar eru textar þar sem atburðir á Íslandi eru í þungamiðju , eins og Landnáma og Kristni saga, Eiríks saga rauða og Fóstbræðra saga. En þar eu einnig ritgerðir, þýddar úr latínu eða fornensku, sem varða guðfræðileg úrlausnarefni, landa- og náttúrufræði, reikningslist og svo framvegis.
Fyrsti hluti Hauksbókar (það sem er nú AM 371 4to), sem voru 18 skinnblöð voru þegar þau komust í hendur Árna Magnússonar 1675, er öll með hendi Hauks. Það hefur verið hægt að færa sönnur á að Haukur hafi skrifað þetta, því til eru skjöl með hendi hans, rituð milli 1302 og 1310, og rithöndin er sú sama. Fyrir vikið er rithönd Hauks Erlendssonar elsta rithönd á íslenskum handritum sem hægt er að eigna þekktum einstaklingi. En Haukur var ekki einn um að skrifa bókina. Til viðbótar AM 371 4to koma tveir aðrir hlutar handritsins, sem nú hafa safnmörkin AM 544 4to (107 blöð) og AM 675 4to (16 blöð), og á þeim má greina að minnsta kosti þrettán aðrar rithendur.[2]
Verkið virðist að mestu leyti hafa verið skrifað á fyrsta áratug fjórtándu aldar, bæði á Íslandi og í Noregi.
Grafkerfisfræðigreining (Palaeography) gerði Stefáni Karlssyni prófessor, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kleift að tímasetja ritun handritsins til áranna 1302-1310.[3]
Við skiptingu Den Arnamagnæanske Samling 1997 var bókinni skipt upp og einn hlutinn (371 4to) sendur til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Ísland meðan hinir tveir (574 4to og 675 4to) urðu eftir í Danmörku.[2]
Innihald
breytaInnihald Hauksbókar eins og því er nú er raðað:
AM 371 4to
breytaAM 544 4to
breyta- alfræðiupplýsingar unnar úr ýmsum áttum, um landafræði, náttúrufyrirbæri og biblíusögur
- alfræðifróðleikur sóttur úr ýmsum áttum, um heimspeki og guðfræði
- Völuspá
- Trójumanna saga
- texti sem nefndur er 'Sjö dýrir steinar og eðli þeirra'
- Cisiojanus (latnesk upptalning til að minnast hátíða kirkjuársins)
- Breta sögur, þar á meðal Merlínússpáin
- tvær samræður sálar og líkama
- Hemings þáttr Áslákssonar
- Hervarar saga ok Heiðreks
- Fóstbrœðra saga
- Algorismus
- Eiríks saga rauða
- Skálda saga
- Af Upplendinga konungum
- Ragnarssona þáttr
- Prognostica Temporum (latneskur texti um veðurspá)
AM 675 4to
breyta- Elucidarius (latnesk samantekt um kristna guðfræði og þjóðtrú)
Útgáfur
breytaBókin hefur verið gefin út í heild í eftirfarandi útgáfum:
- Hauksbók, udg. efter de Arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675, 4̊, samt forskellige papirshåndskrifter af det Kongelige nordiske oldskrift-selskab, ritstjórar Finnur Jónsson og Eiríkur Jónsson, útgefið af Thiele, 1892–1896[4]
- Hauksbók: The Arna-Magnæan Manuscripts, 371, 4to, 544, 4to, og 675, 4to., ed. by Jón Helgason, Manuscripta Islandica, 5, útgefið af Munksgaard, 1960
Tilvísanir
breyta- ↑ Otto B. Bekken; Marit A. Nielsen; Steinar Thorvaldsen (2010). Algorismus i Hauksbok (PDF). 2–2010. bindi. Eureka Digital.
- ↑ 2,0 2,1 Emily Lethbridge (2018). Hauksbók. Árnastofnun.
- ↑ Stefán Karlsson (1964). Aldur Hauksbókar. Fróðskaparrit" 13. bindi. University of the Faroe Islands. bls. 114–121.
- ↑ „Hauksbók“ (PDF). Septentrionalia.net. Sótt 10 Febrúar 2025.
Tenglar
breyta- Samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Den Arnamagnæanske Samling).
- Algorismus in Hauksbok höfundar Otto B. Bekken, Marit A. Nielsen og Steinar Thorvaldsen. þýðing á nútíma norsku. Eureka Digital, 2010.
- Sverrir Jakobsson. Hauksbók and Construction of an Icelandic World View, Saga-Book 31 (2007)
- Myndir af Hauksbók á Handrit.is: AM 371 4to, AM 544 4to og AM 675 4to.