Helsingjaborg
(Endurbeint frá Helsingborg)
Helsingjaborg (sænska Helsingborg) er hafnarborg í sveitarfélaginu Helsingborgs kommun á Skáni í Svíþjóð. Í sveitarfélaginu eru um 170.000 íbúar en í borginni 110.000 (2018) og er hún áttunda stærsta borg Svíþjóðar. Helsingjaborg er við Eyrarsund þar sem það er þrengst, og eru aðeins fjórir kílómetrar yfir til Helsingjaeyrar í Danmörku. Ferjur ganga milli borganna. Helsingja er talin afbökun af háls þar sem Eyrarsundi er líkt við háls.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/50/Helsingborg_montage.png/220px-Helsingborg_montage.png)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/e/e8/Helsingborg%2C_Inre_hamnen.jpg/350px-Helsingborg%2C_Inre_hamnen.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Helsingjaborg.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/d/d4/Noto_Emoji_KitKat_1f30e.svg/30px-Noto_Emoji_KitKat_1f30e.svg.png)