Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja var hlutafélag í eigu sex sveitarfélaga á Suðurnesjum, auk Geysis Green Energy og Orkuveitu Reykjavíkur. Stærsti hluthafinn er Reykjanesbær. Fyrirtækið var stofnað um nýtingu jarðhita á Suðurnesjum árið 1974, en áður höfðu sveitarfélögin í tvo áratugi rannsakað möguleika jarðhita á svæðinu. Hitaveitan rekur nú tvær jarðvarmavirkjanir: Svartsengisvirkjun og Reykjanesvirkjun.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/e/e0/Blue_Lagoon_Iceland_hdsr_2019_10_19_9999_347.jpg/220px-Blue_Lagoon_Iceland_hdsr_2019_10_19_9999_347.jpg)
Helsta verkefni hitaveitunnar var frá upphafi smíði orkuvers við Svartsengi þar sem vatnið sem upp kemur er salt og því ekki hægt að nýta beint eins og þá var gert í Reykjavík heldur verður að notast við varmaskipti. Fyrsta varmaskiptastöðin var tekin í notkun 1976 og var heitu vatni þaðan hleypt á hús í Grindavík 6. nóvember 1976.
Í maí 2008 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 58/2008, um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði. Samkvæmt lögunum bar Hitaveitu Suðurnesja hf. að aðskilja formlega í sérstökum félögum einkaleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi. Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki, HS Veitur hf sem annast dreifingu á rafmagni, hitaveitu og ferskvatni og HS Orka hf annast orkuframleiðslu og raforkusölu. Lögformlegur aðskilnaður HS Orku hf. og HS Veitna hf. miðast við 1. júlí 2008.
Tenglar
breyta- Vefur HS Veitna Geymt 12 mars 2008 í Wayback Machine
- Vefur HS Orku Geymt 11 janúar 2015 í Wayback Machine