Hugmyndir Bandaríkjanna um að kaupa Grænland

Hugmyndir Bandaríkjanna um að kaupa Grænland af Danmörku, líkt og Bandaríkin gerðu við Dönsku Vestur-Indíur árið 1917, hafa reglulega komið upp í viðræðum landanna, ýmist með leynd eða opinberlega. Formlegt tilboð þess efnis var nefnt eftir síðari heimsstyrjöld og var eitt af því sem fékk ríkisstjórn Hans Hedtoft til að stofna Grænlandsnefndina 1948.[1]

Bandaríski utanríkisráðherrann William H. Seward (sitjandi) lét gera skýrslu um fýsileika þess að Bandaríkin keyptu Grænland og Ísland árið 1867.

Bandaríska ríkisstjórnin hefur nokkrum sinnum viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Árið 1867, stuttu eftir kaup Bandaríkjanna á Alaska, setti William H. Seward, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fram þá hugmynd að kaupa Grænland en ekkert varð úr því. Árið 1910 komu upp sambærilegar hugleiðingar innan ríkisstjórnarinnar, en ekkert kauptilboð var lagt fram. Árið 1946, ári eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar, gerði ríkisstjórn Bandaríkjanna undir forystu Harry S. Truman kauptilboð í Grænland uppá 100 miljónir dollara (samsvarar um milljarði dollara í dag) en því boði var hafnað. [2] Bandaríkjaher var þó áfram með viðveru á Grænlandi og málið leystist ekki fyrr en Bandaríkin og Danmörk gerðu með sér Varnarsamning um Grænland 27. apríl 1951.[3] Á grundvelli samningsins reistu Bandaríkjamenn Thule-herstöðina á Vestur-Grænlandi. Hann tryggði Bandaríkjaher líka frjálsa för um land- og lofthelgi Grænlands.

Árið 2019 viðraði Donald Trump þá hugmynd að kaupa Grænland en þær hugleiðingar runnu fljótt út í sandinn. Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti á ný í nóvember 2024 endurvakti hann þessar hugleiðingar sínar með mun eindregnari hætti. Í upphafi árs 2025 fór elsti sonur hans Donald Trump yngri í heimsókn til Grænlands og lenti í einkaþotunni Trump Force One á nývígðum Nuuk-flugvelli.[4][5]

Tilvísanir

breyta
  1. Afvikling af Grønlands kolonistatus 1945-54 (PDF). Dansk institut for internationale studier. 2007.
  2. Þegar Truman vildi kaupa Grænland Rúv, sótt 12. febrúar, 2025
  3. Jex, Catherine (29 janúar 2017). „Denmark's Cold War struggle for scientific control of Greenland“. sciencenordic.com. Sótt 24 maí 2020.
  4. Paddison, Laura (7 janúar 2025). „Trump wants to buy Greenland again. Here's why he's so interested in the world's largest island“. CNN (enska). Sótt 16 janúar 2025.
  5. Signýjardóttir, Ástrós (7 janúar 2025). „Athyglisverð heimsókn Donalds Trumps yngri til Grænlands - RÚV.is“. RÚV. Sótt 7 janúar 2025.