Istría
stærsti skagi Adríahafs
Istría er stærsti skaginn í Adríahafi. Hann er nyrst í hafinu milli Tríesteflóa og Kvarnerflóa. Stærsti hluti skagans er hluti af Króatíu (Istríusýsla) en norðurhluti hans er hluti af Slóveníu (Slóvenska Istría). Ítalska borgin Tríeste stendur við norðurmörk skagans.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/4/45/Istria.png/220px-Istria.png)
Nafnið er dregið af nafni íbúanna, histra (gríska: Ιστρών έθνος), sem gríski landfræðingurinn Strabon nefnir. Þeir stunduðu sjórán þar til Rómverjar lögðu skagann undir sig árið 177 f.Kr.