John Edwards
Johnny Reid „John“ Edwards (f. 10. júní 1953) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Seneca í Suður-Karólínufylki. Hann var öldungardeildarþingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Norður-Karólínufylki á árunum 1999-2005. Edwards sóttist eftir útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 2004 og 2008 og var varaforsetaefni Johns Kerry árið 2004.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/c/c2/John_Edwards%2C_official_Senate_photo_portrait.jpg/220px-John_Edwards%2C_official_Senate_photo_portrait.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/8/84/Oxygen480-apps-system-users.svg/30px-Oxygen480-apps-system-users.svg.png)