Karnak
Karnak eru miklar hofrústir frá tíma Egyptalands hins forna á austurbakka Nílar 2,5km norðan við Lúxor. Þekktust eru Karnakhofið og Lúxorhofið. Upphaf hofbygginga á þessum stað má rekja til valdatíma Senúsret 1. á tíma Miðríkisins (1971-1926 f.Kr.). Byggingu svæðisins lauk að mestu á tíma 18. konungsættarinnar, en yngstu byggingarnar eru frá 30. konungsættinni.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/2/29/Luxor%2C_Egypt%2C_Karnak%2C_Great_Hypostyle_Hall.jpg/220px-Luxor%2C_Egypt%2C_Karnak%2C_Great_Hypostyle_Hall.jpg)