Kreppa (á)
Kreppa er á sem kemur undan Brúarjökli og sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Nafnið Kreppa er ekki upphaflegt nafn á ánni. Pétur Brynjólfsson sem fór um svæðið 1794 kallaði núverandi Kverkhnúka Dyngjufjöll og Kreppu Dyngjufjallaá. Nafnið Kreppa er talið stafa af bugðum árinnar fyrir norðan Fagradalsfjall eða þrengslum í ánni.
Jón Helgason yrkir um landslag við Kreppu í ljóðabók sinni Áföngum:
- Liggur við Kreppu lítil rúst,
- leiðirnar ekki greiðar;
- kyrja þar dimman kvæðasón
- Kverkfjallavættir reiðar;
- fríð var í draumum fjallaþjófs
- farsældin norðan heiðar,
- þegar hann sá eitt samfellt hjarn
- sunnan til Herðubreiðar.
Fagradalsgriðland afmarkast af Kreppu að vestan. Fagradalsgriðland nær yfir Fagradalsfjall og dalina umhverfis það, austan Kreppu, sem rennur í hálfhring umhverfis fjallið.
Hugmyndir hafa verið um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Kreppu með Jökulsá á Dal. [1]
Heimild
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Brúaraöræfi - Náttúrufarskönnun vegna virkjunar Jókulsár á Fjöllum og Jökulsár á Dal, Orkustofnun 1988“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13 október 2017. Sótt 8 nóvember 2016.