Luka Dončić
Luka Dončić er slóvenskur körfuboltamaður sem spilar fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni og slóvenska landsliðinu.
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Luka Dončić | |
Fæðingardagur | 28. febrúar 1999 | |
Fæðingarstaður | Ljubljana, Slóvenía | |
Hæð | 201 cm. | |
Þyngd | 104 kg. | |
Leikstaða | lítill framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Los Angeles Lakers | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2015-2018 2018-2025 2025- |
Real Madrid Dallas Mavericks Los Angeles Lakers | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
2016- | Slóvenía | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Atvinnumannaferill
breytaDoncic hóf ferilinn með Union Olimpija í heimalandinu en fór snemma til Real Madrid þar sem hann hlaut sæti í byrjunarliðinu aðeins 16 ára. Árið 2018 vann hann EuroLeague með liðinu.[1]
Sama ár hélt hann til Dallas Mavericks og á 2018–19 tímabilinu var hann valinn nýliði ársins og komst í stjörnulið NBA. Dončić á ýmis met nýliða NBA eins og flestar þrefaldar tvennur og hefur náð í 8. sæti yfir flestar slíkar í deildinni. Árið 2022 varð hann fyrsti leikmaður NBA til að ná 60 stigum og yfir 20 fráköstum í leik þegar hann náði þrefaldri tvennu gegn Knicks. Hann sló einnig stigamet Mavericks. 2024 varð hann fjórði leikmaðurinn til að ná yfir 73 stigum í leik ásamt því að verða fyrsti evrópski leikmaðurinn til að leiða deildina í stigaskorun. Sama ár leiddi hann Mavericks til sigurs í vesturdeildinni en tapaði fyrir Boston Celtics í úrslitum NBA.
Í febrúar 2025 bárust fréttir af því að Doncic væri hluti að skiptum sem færði hann til Los Angeles Lakers og Anthony Davis, leikmann Lakers yfir til Mavericks. [2]
Landslið
breytaDoncic hóf að spila fyrir slóvenska landsliðið 17 ára og vann EuroBasket titilinn með því árið 2017.
Fjölskylda
breytaSaša Dončić, faðir Luka, er körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Luka Doncic | Biography, Stats, Height, Dallas Mavericks, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 28. desember 2024. Sótt 29 janúar 2025.
- ↑ Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Vísir, sótt 2. febrúar 2025