Lundey (Skjálfanda)
Lundey er óbyggð eyja á Skjálfanda rétt hjá Húsavík. Eyjan er um 300 metra löng og 150 metra breið með bröttum klettabeltum allt í kring. Hæsti punktur eyjunnar er 34 metra yfir sjávarmáli. Eyjan dregur nafn sitt af því að þar er stór lundabyggð á sumrin.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/8/88/Lundey_island_%285013256726%29.jpg/220px-Lundey_island_%285013256726%29.jpg)
Viti var fyrst reistur þar árið 1955, en nýr hringlaga turn úr trefjaplasti reistur með aðstoð þyrlu árið 1978. Ljóseinkenni vitans er Fl W 5s (hvítt blikkljós á 5 sekúndna fresti).
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lundey.