Malbik
Malbik er slitlag sem haft er á götur, flugvelli og víðar og framleitt úr grjótmulningi og jarðbiki. Algengt er að hlutfall grjótmulnings í malbiki sé 93-95% en jarðbik 5-7%. Hvortveggja er síðan hitað upp og blandað saman við u.þ.b. 155-160°C. Að lokum er heitt malbikið valtað, til að þjappa því saman og fá slétt yfirborð.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/7/76/AF-asphalt-laying-machine.jpg/220px-AF-asphalt-laying-machine.jpg)