Melrakkaslétta
Melrakkaslétta eða Slétta er skagi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, í Norður-Þingeyjarsýslu á Íslandi. Eins og nafnið ber með sér er hún mjög flatlend. Á henni eru tvö þorp, Kópasker og Raufarhöfn. Nyrsti tangi Melrakkasléttu er Rifstangi sem jafnframt er nyrsti tangi íslenska fastalandsins.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/5b/2014-05-02_15-45-17_Iceland_Nor%C3%B0urland_Eystra_-_K%C3%B3pasker.jpg/220px-2014-05-02_15-45-17_Iceland_Nor%C3%B0urland_Eystra_-_K%C3%B3pasker.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Flag_of_Iceland.svg/40px-Flag_of_Iceland.svg.png)