Nanna Kristín Magnúsdóttir
Nanna Kristín Magnúsdóttir (f. 9. maí 1974) er íslensk leikkona, leikstjóri, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur.
Eftir að Nanna Kristín útskrifaðist úr leiklistarnámi var hún fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið um nokkurra ára skeið en sagði upp störfum í leikhúsinu. Samhliða störfum í Þjóðleikhúsinu starfaði hún með leikhópnum Vesturporti að kvikmyndunum Börn og Foreldrar. Hún lauk námi í handritagerð frá Vancouver Film School árið 2014.[1]
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
breytaÁr | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1998 | Sporlaust | Dísa | Tilnefnd til Eddunnar sem Leikkona ársins |
1999 | Áramótaskaupið 1999 | ||
2000 | Úr öskunni í eldinn | ||
Fíaskó | Raddsetning | ||
2001 | Villiljós | Eva | |
2004 | Áramótaskaupið 2004 | ||
2006 | Börn | Framleiðandi | |
2007 | Foreldrar | Katrín Rós | Framleiðandi og handritshöfundur |
2008 | Sveitabrúðkaup | Inga | |
2010 | Brim | ||
2014 | París norðursins | Erna | |
2016 | Cubs | Leikstjóri og handritshöfundur | |
2016 | Ungar | Leikstjórn, handrit og aðalframleiðandi. | |
2017 | Stella Blómkvist | Handritshöfundur | |
2019 | Pabbahelgar | Karen | Framleiðandi, leikstjóri, handritshöfundur og aðalhlutverk. |
2019 | Tryggð |
Viðurkenningar
breyta- 2007 - Edduverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Foreldrar.
- 2014 - Grímuverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leiksýninguna Óskasteina í sviðsetningu Borgarleikhússins.
- 2015 - Edduverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni París norðursins.
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Visir.is, „Þurfum að skrifa sjálfar bitastæð kvenhlutverk“ (skoðað 15. nóvember 2019)