Neshreppur utan Ennis
Neshreppur utan Ennis var hreppur í Snæfellsnessýslu, yst á norðanverðu nesinu. Hreppurinn varð til ásamt Neshreppi innan Ennis þegar Neshreppi var skipt í tvennt á 19. öld. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Neshreppur utan Ennis Ólafsvíkurkaupstað, Breiðuvíkurhreppi og Staðarsveit undir nafninu Snæfellsbær.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/4/47/Neshreppur_utan_Ennis_kort.png/220px-Neshreppur_utan_Ennis_kort.png)
Neshrepp var skipt í tvennt á 19. öld, í Neshrepp innan Ennis og Neshrepp utan Ennis. Í Neshreppi utan Ennis voru Rif, Hellissandur og Gufuskálar.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Flag_of_Iceland.svg/40px-Flag_of_Iceland.svg.png)