Púrtvín
Púrtvín eða portvín er sætt styrkt vín frá Dourodal í norðurhluta Portúgals, það er nefnt eftir borginni Porto. Púrtvín hefur verið framleitt í Portúgal síðan um miðja 15. öld.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/57/Port_wine.jpg/220px-Port_wine.jpg)
Vínið er venjulega þykkara, sætara og áfengara en flest önnur vín sökum þess að eimuðum vínberjaspíritus er bætt í vínið til að styrkja það og stöðva gerjunina áður en allur sykurinn breytist í vínanda. Áfengisinnihald þess er um 18-30%. Púrtvín er venjulega borið fram sem ábætisvín eða með osti nema í Frakklandi þar sem það er notað sem lystauki á undan mat.