Panamaborg
höfuðborg Panama
Panamaborg er höfuðborg og stærsta borg Panama, með yfir 700.000 íbúa. Hún stendur við enda Panamaskurðarins Kyrrahafsmegin.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/9/9e/DirkvdM_panama_pelicans.jpg/220px-DirkvdM_panama_pelicans.jpg)
Borgin var stofnuð af Pedro Arias de Ávila 15. ágúst 1519 sem miðstöð fyrir landvinninga Spánverja í Perú og tengihöfn fyrir gull- og silfurflutninga frá vesturströnd Suður-Ameríku til Evrópu.