Paul Di'Anno
Paul Andrews (f. 17. maí 1958 – d. 21. október 2024), betur þekktur af sviðsnafninu Paul Di'Anno, var enskur þungarokksöngvari sem var söngvari Iron Maiden frá 1978 til 1981 og söng á fyrstu tveimur plötum þeirra, Iron Maiden og Killers. Hann var rekinn úr sveitinni vegna óreglu. Eftir ferilinn með Maiden, gaf Di'Anno plötur með ýmsum hljómsveitum.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/7/7f/DiAnno_%28cropped%29.jpg/220px-DiAnno_%28cropped%29.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/d/d4/IRON_MAIDEN_-_Manchester_Apollo_-_1980.jpg/220px-IRON_MAIDEN_-_Manchester_Apollo_-_1980.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/4/4e/Dianno.July6th23.jpg/220px-Dianno.July6th23.jpg)
Di'Anno átti brasilískan föður og var með breskt og brasilískt ríkisfang. Hann átti við heilsufarsvandamál að stríða síðustu ár og söng í hjólastól síðustu ár sín á sviði. Hann lést vegna hjartakvilla árið 2024. [1]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Ex-Iron Maiden singer Paul Dianno cause of death revealed Blabbermouth.net, sótt 11. nóvember 2024