Proxima Centauri
Proxima Centauri er sú stjarna sem er næst sólinni okkar. Hún er í um 4,24 ljósára fjarlægð frá sólinni, í stjörnumerkinu Mannfáknum.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/9/95/New_shot_of_Proxima_Centauri%2C_our_nearest_neighbour.jpg/220px-New_shot_of_Proxima_Centauri%2C_our_nearest_neighbour.jpg)
Proxima Centauri er rauður dvergur þess vegna er ómögulegt að sjá hana með berumum augum. Hún er blossastjarna og því er birtustig hennar mjög breytilegt. Hún er minnsta stjarnan í kerfi þriggja stjarna. Hinar stjörnurnar í kerfinu eru Alfa Centauri A og Alfa Centauri B. Proxima Centauri sést ekki með berum augum frá jörðu þrátt fyrir nálægðina.
Það var skoski stjörnufræðingurinn Robert Innes sem uppgötvaði stjörnuna árið 1915 frá stjörnuskoðunarstöðinni Union Observatory í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.