Raymond Chandler
Raymond Thornton Chandler (23. júlí, 1888 – 26. mars, 1959) var bandarískur rithöfundur þekktastur fyrir leynilögreglusögur sínar um Philip Marlowe á borð við Svefninn langa (The Big Sleep). Hann hóf ritstörf 44 ára gamall eftir að hann missti starf sitt sem stjórnarmaður í olíufyrirtæki. Hann lauk við sjö skáldsögur sem höfðu mikil áhrif á bandarískar bókmenntir og hafa allar nema ein verið kvikmyndaðar. Philip Marlowe er, ásamt Sam Spade Dashiell Hammetts, hin dæmigerði einkaspæjari í hugum fólks. Humphrey Bogart hefur leikið báðar þessar persónur í kvikmyndum.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/2/2c/Raymond_Chandler_%28Lady_in_the_Lake_portrait%2C_1943%29.jpg/220px-Raymond_Chandler_%28Lady_in_the_Lake_portrait%2C_1943%29.jpg)
Af skáldsögum Chandlers hafa Svefninn langi og Litla systir (The Little Sister) komið út á íslensku.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/8/84/Oxygen480-apps-system-users.svg/30px-Oxygen480-apps-system-users.svg.png)