Redwood-þjóðgarðarnir
Redwood-þjóðgarðarnir (enska: Redwood National and State Parks) (RNSP) er samansafn þjóðgarða sem samanstanda af gömlum tempruðum regnskógum meðfram strönd norður-Kaliforníu. Svæðið samanstendur af fjórum hlutum: Redwood National Park (stofnaður 1968), Del Norte Coast Redwoods State Park, Jedediah Smith Redwoods State Park og Prairie Creek Redwoods State Parks (stofnaðir í kringum 1925 og 1939). Saman þekja þeir 560 ferkílómetra og vernda um helming útbreiðslusvæðis strandrauðviðs sem er hæsta trjátegund í heimi. Á 19. öld varð svæðið fyrir óheftu skógarhöggi en eftir árið 1920 varð vakning í verndun þeirra. Meira en 90% af upprunalegum skógi hefur verið felldur. Aðrar trjátegundir í skóginum eru meðal annars degli og sitkagreni. Yfir 40 spendýr lifa innan þjóðgarðanna. Þrjár gestamiðstöðvar eru þar en gisting er aðeins í boði í fylkisrekna hluta garðsins, ekki þeim hluta sem rekinn er af ríkinu. Yfir 320 kílómetrar af göngustígum eru á svæðinu.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/f/f4/Redwood-NP_Map.png/220px-Redwood-NP_Map.png)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/d/de/Redwood_National_Park%2C_fog_in_the_forest.jpg/220px-Redwood_National_Park%2C_fog_in_the_forest.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/8/82/030803a_redwoodfog.jpg/220px-030803a_redwoodfog.jpg)
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/55/Iluvatar_redwood_400.jpg/220px-Iluvatar_redwood_400.jpg)
Skógurinn hefur verið notaður sem myndefni fyrir kvikmyndir eins og Jurassic Park og Starwars.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Redwood National and State Parks“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. des. 2016.