Regina
Regina er höfuðborg Saskatchewan-fylkis í Kanada. Þar búa tæpir 200.000 manns. Borgin er sú næststærsta í fylkinu og er menningar- og viðskiptamiðstöð fyrir suðurhluta þess.


Borgin var stofnuð árið 1882 og nefndi Lovísa prinsessa sem var gift landstjóra Kanada borgina eftir móður sinni: Viktóríu Regínu, bretlandsdrottningu.