Roberto Carlos
Roberto Carlos da Silva (fæddur þann 10. apríl árið 1973) í Garça, São Paulo) er brasilískur fyrrum knattspyrnumaður. Síðasti leikur hans sem knattspyrnumaður var sem spilandi þjálfari indverska félagsins Delhi Dynamos árið 2015. Roberto Carlos er talinn vera einn besti vinstri bakvörður í fótbolta frá upphafi. Hann hafði ötulan leikstíl en mest af öllu var það banvæni skotfóturinn sem hann var þekktur fyrir.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/53/Roberto_Carlos_2011.jpg/220px-Roberto_Carlos_2011.jpg)
Meðal félaga sem hann lék með, má nefna Palmeiras, Inter Milan, Real Madrid, Fenerbahçe og Anzji.
Carlos á yfir 100 landsleiki að baki fyrir Brasilíu og tók þátt í að vinna HM 2002 eftir að hafa tekið silfur á HM 1998. Hann varð heimsfrægur eftir að hafa skorað ótrúlega aukaspyrnu gegn Frakklandi árið 1997.
Í desember 2004 fékk Roberto Carlos spænskan ríkisborgararétt en hélt áfram að spila fyrir Brasilíu.