Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur (fræðiheiti: Saxifraga aizoides) er blómplanta sem finnst á norðurslóðum N-Ameríku og Evrópu og í fjalllendi í Evrópu. Á Íslandi finnst hann aðeins á Austurlandi en er þar algengur allt frá Bakkafirði suður í Skaftafell.
Gullsteinbrjótur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Gullsteinbrjótur (S. aizoides)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Saxifraga aizoides L. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Evaiezoa aizoides ((L.) Raf.) |
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/5/51/Gullsteinbrj%C3%B3tur.jpg/220px-Gullsteinbrj%C3%B3tur.jpg)
Gullsteinbrjótur vex á melum, áreyrum, skriðum og klettabelti. Er lágvaxin planta (5–15 sm) með mjóum, stakstæðum blöðum og gulum blómum sem deilast í 5 blöð. Hann blómgast í júlí.[1]
Gullsteinbrjótur getur verið millihýsill fyrir víðiryðsvepp (Melampsora epitea).[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Gullsteinbrjótur Flóra Íslands. Skoðað 15. ágúst, 2016
- ↑ Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X