Sjálfstjórnarsvæði
Sjálfstjórnarsvæði eða sjálfstjórnarhérað er stjórnsýslueining eða yfirráðasvæði fullvalda ríkis sem býr við sjálfsforræði eða heimastjórn í tilteknum málum, undir ríkisstjórn landsins sem veitir heimastjórninni tiltekin völd með valddreifingu. Tilgangurinn getur verið að auka lýðræðislega þátttöku, bæta stjórnsýslu, eða draga úr hættu á átökum.[1] Ólíkt fylkjum sambandsríkja fer sjálfsforræði sjálfstjórnarsvæða eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig og byggist á sérstökum lögum eða tilskipunum. Sjálfstjórnarsvæði er oftast landfræðilega eða menningarlega aðgreint frá öðrum landsvæðum ríkisins og hefur þannig sérstöðu.
Dæmi um sjálfstjórnarsvæði eru Norður-Írland (Bretlandi), Færeyjar (Danmörku), Hong Kong (Alþýðulýðveldinu Kína) og Sansibar (Tansaníu).
Tilvísanir
breyta- ↑ Weller; Wolff, ritstjórar (2005). Autonomy, Self-governance and Conflict Resolution: Innovative Approaches to Institutional Design in Divided Societies. Abingdon: Routledge.