Suðurhvel

helmingur á Jörðinni, suðan við miðbaug

Suðurhvel er sá helmingur yfirborðs jarðar, sem er sunnan miðbaugs. Suðurheimskautið er sá punktur suðurhvels sem liggur fjærst miðbaug og er syðsti punktur á jarðar. Suður- og norðurhvel til samans þekja allt yfirborð reikistjörnunnar. Árstíðir á suðurhveli jarðar eru öfugar við norðurhvel. Á suðurhveli jarðar eru allt Suðurskautslandið, um 90% af Suður-Ameríku, nokkrar eyjar undan strönd Asíu og megnið af þurrlendi Eyjaálfu. Suður-Íshaf, stærstur hluti Indlandshafs, Suður-Atlantshaf og Suður-Kyrrahaf eru á suðurhveli sem er 80,9% sjór (samanborið við 60,7% af norðurhveli). Þar eru aðeins 32,7% af þurrlendi jarðar.[1]

Suðurhvel jarðar með suðurpólinn í miðju.
Veggspjald með fyrirsögninni „Ushuaia, fin del mundo“. Ushuaia í Argentínu er syðsta borg í heimi

Tilvísanir

breyta
  1. Life on Earth: A - G.. 1. ABC-CLIO. 2002. bls. 528. ISBN 9781576072868. Afrit af uppruna á 22 janúar 2023. Sótt 8. september 2016.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.