Tian Shan
Tian Shan, eða „Himnafjöll“ (einnig þekkt sem Tengri Tagh eða Tengir-Too) (kínverska: 天山; rómönskun: Nánníng; (Nan-ning)), er mikið fjallkerfi staðsett á mótum nokkurra ríkja í Mið-Asíu. Hæsti tindur Tian Shan er Jengish Chokusu, í 7.439 metra hæð yfir sjávarmáli. Lægsti punktur hennar er svokölluð Turpan lægð, sem er 154 metrum undir sjávarmáli. Tian Shan fjöllin ná til Kína, Úsbekistan, Tadsjikistan, Kirgistan og Kasakstan


Fjöllin eru meðal annars sumarheimili Kazakh þjóðar, sem eru hálf-hirðingjar, og húsdýra þeirra.
Heimsminjasvæði UNESCO
breytaÁrið 2013 var austurhluti Tian Shan fjalla í Xinjiang-héraði í vesturhluta Kína skráður á Heimsminjaskrá UNESCO. Vesturhluti fjallanna (í Kasakstan, Kirgisistan og Úsbekistan) var síðan skráður þar árið 2016.