Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað 2.- 4. ágúst árið 1907. Fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Sambandsaðilar UMFÍ eru nú 26 talsins, sem skiptast í 21 íþróttahérað og fimm ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ með rúmlega 270.000 félagsmenn.

Fáni Ungmennafélags Íslands - Landssambands ungmennafélaga.

Formaður UMFÍ er Jóhann Steinar Ingimundarson. Framkvæmdastjóri er Auður Inga Þorsteinsdóttir.

Markmið hreyfingarinnar er „Ræktun lýðs og lands“. Fáni UMFÍ er Hvítbláinn.

UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi.Ungmennafélag Íslands stendur á hverju ári fyrir ýmsum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum í samræmi við stefnu UMFÍ. Stærsta verkefni UMFÍ er rekstur Ungmennabúða á Laugarvatni. UMFÍ hefur rekið ungmennabúðir frá árinu 2005 fyrir nemendur í 9. bekk úr öllum grunnskólum landsins. UMFÍ heldur á hverju ári Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið er um verslunarmannahelgi, ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði með ungmennaráði UMFÍ. Landsmót UMFÍ hafa verið haldin í meira en hundrað ár. Þau voru að jafnaði haldin þriðja til fjórða hvert ár, þó með nokkrum undantekningum. Síðasta eiginlega landsmótið sem haldið var með gamla laginu var haldið á Selfossi árið 2013.

UMFÍ gefur út tímaritið Skinfaxa auk Göngubókar UMFÍ.

Verkefni UMFÍ

breyta

Unglingalandsmót UMFÍ

breyta

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

 
Keppt í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016.


Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:

  1. Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík 10.-12. júní 1992
  2. Unglingalandsmót UMFÍ á Blönduósi 14.-16. júlí 1995
  3. Unglingalandsmót UMFÍ í Grafarvogi 3.-5. júlí 1998
  4. Unglingalandsmót UMFÍ í Vesturbyggð og á Tálknafirði 4.-6. ágúst 2000
  5. Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi 2.-4. ágúst 2002
  6. Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði 1.-3. ágúst 2003
  7. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 30. júlí - 1. ágúst 2004
  8. Unglingalandsmót UMFÍ í Vík 29.-31.júlí 2005
  9. Unglingalandsmót UMFÍ á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 4.-6. ágúst 2006
  10. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 3.-5. ágúst 2007
  11. Unglingalandsmót UMFÍ Í Þorlákshöfn 1.-3. ágúst 2008
  12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2009
  13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 2010
  14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 2011
  15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2012
  16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 2013
  17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2014
  18. Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015
  19. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 2016
  20. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 2017
  21. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn 2018
  22. Unglingalandsmót UMFÍ í Höfn á Hornafirði 2019
  23. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020-2022. COVID-faraldurinn olli því að mótinu var frestað í tvö ár. Það var loksins haldið um verslunarmannahelgina 2022.
  24. Unglingalandsmót UMFÍ verður á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 2023.

Landsmót UMFÍ 50+

breyta
 
Keppendur í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016.

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 á Hvammstanga. Það hefur verið haldið á hverju ári síðan þá.

Landsmót UMFÍ 50+ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:

  1. Landsmót UMFÍ 50+ á Hvammstanga 2011
  2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ 2012
  3. Landsmót UMFÍ 50+Vík í Mýrdal 2013
  4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík 2014
  5. Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi 2015
  6. Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016
  7. Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði 2017
  8. Landsmót UMFÍ 50+ á Sauðárkróki 2018
  9. Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019
  10. Mótinu frestað árin 2020 og 2021 vegna COVID-faraldursins. Það var haldið í Borgarnesi um Jónsmessuna 2022
  11. Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi 2023

Ungt fólk og lýðræði

breyta
 
Geðheilbrigðismál ungs fólks voru aðalefni ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði árið 2016.

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðandir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi.

2009 - Ungt fólk og lýðræði - Akureyri. 

2010 - Lýðræði og mannréttindi - Dalabyggð. 

2011 - Ungt fólk og fjölmiðlar - Hveragerði. 

2012 - Fjölmiðlar og mannréttindi - Hvolsvöllur. 

2013 - Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga - Egilsstaðir. 

2014 - Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna - Ísafjörður.

2015 - Margur verður af aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði - Stykkishólmur. 

2016 - Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi – Selfoss.

2017- Ekki bara framtíðin - Ungt fólk leiðtogar nútímans. Miðfjörður.

2018 - Okkar skoðun skiptir máli - Grímsnes- og Grafningshreppur.

2019 - Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan að sjálfum mér? - Borgarnes

2020 - Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif? Reykjavík.

2021 - Frestað vegna COVID-faraldursins.

2022 - Ungt fólk og lýðræði: Láttu drauminn rætast! - 9. - 11. september í Héraðsskólanum á Laugarvatni.

Hreyfivika UMFÍ

breyta
 
Börn við setningu Hreyfiviku UMFÍ.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhaldshreyfingu og stunda hana reglu - lega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Sambandsaðilar UMFÍ

breyta

HSB - Héraðssamband Bolungarvíkur

HSH - Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

HSS - Héraðssamband Strandamanna

HSV - Héraðssamband Vestfirðinga

HSÞ - Héraðssamband Þingeyinga

HHF - Héraðssambandið Hrafnaflóki

HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn

ÍA - Íþróttabandalag Akraness

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBH - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

ÍBR - Íþróttabandalag Reykjavíkur

UÍA - Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

UÍF - Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

USAH - Ungmennasamband Austur-Húnvetninga

UMSB - Ungmennasamband Borgarfjarðar

UDN - Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga

UMSE - Ungmennasamband Eyjafjarðar

UMSK - Ungmennasamband Kjalarnesþings

UMSS - Ungmennasamband Skagafjarðar

USVH - Ungmennasamband Vestur Húnvetninga

USVS - Ungmennasamband Vestur Skaftafellssýslu

USÚ - Ungmennasambandið Úlfljótur

Félög með beina aðild

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag

UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur

UMFN - Ungmennafélag Njarðvíkur

UMFÞ - Ungmennafélagið Þróttur

V - Ungmennafélagið Vesturhlíð

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.