Viðnám er tvípóla óvirkur rafeindaíhlutur sem hefur það hlutverk að skapa rafmótstöðu í rafrás. Rafstraumurinn sem flæðir í gegnum viðnámstæki er í beinu hlutfalli við spennuna á skautum þess. Þessu sambandi er lýst með Ohmslögmáli. Í rafrásum eru viðnám notuð til að draga úr rafstraumi, stilla af styrk rafmerkis, deila spennu, mynda forseglun fyrir virka íhluti og loka flutningslínum. Öflug viðnám sem dreifa mörgum vöttum af raforku sem hita eru notuð í vélastýringum, afldreifikerfum, eða sem prófunarálag fyrir rafla. Föst viðnám hafa mótstöðu sem breytist lítillega eftir hita, tíma eða spennu. Breytiviðnám eru notuð til að stilla rafstraum (til dæmis til að breyta hljóðstyrk í hljómtæki eða ljósstyrk ljósaperu) og í ýmis konar nema fyrir hita, ljós, raka, afl, eða efnavirkni.

Fast viðnám. Lituðu línurnar tákna mótstöðuna.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.