Regnbogabrúin er þjóðtrúarminni sem varð þekkt á síðari hluta 20. aldar þar sem regnboginn er leið gæludýra til handanheima eftir dauðann, þar sem þau munu að lokum hitta eigendur sína. Uppruna þessara hugmynda má rekja til örsögu eftir skosku listakonuna Edna Clyne-Rekhy sem skrifaði hana aðeins 19 ára gömul eftir að hafa misst labradorhund árið 1959.[1] Regnbogabrúin minnir á goðsagnir um Bifröst í norrænni trú. Hugmyndir um einhvers konar „gæludýraparadís“ eru þó mun eldri.

Tilvísanir

breyta
  1. Koudounaris, Paul (9. febrúar 2023). „The True History of the Rainbow Bridge“. orderofgooddeath.com. Sótt 2. apríl 2023.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.