Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2024

Mexíkó (spænska: México; nahúamál: Mēxihco), formlega Mex­íkóska ríkja­sam­band­ið (spænska: Estados Unidos Mexicanos), er land í sunnanverðri Norður-Ameríku. Mexíkó á landamæri að Bandaríkjunum í norðri, Kyrrahafinu í vestri og suðri, Mexíkóflóa og Karíbahafi í austri og Belís og Gvatemala í suðaustri. Landið þekur tæplega tvær milljónir ferkílómetra og er 13. stærsta land heims að flatarmáli. Landið er það fimmta stærsta í Norður- og Suður-Ameríku. Íbúafjöldi er talinn vera yfir 129 milljónir og er landið því 10. fjölmennasta land heims, fjölmennasta spænskumælandi land heims og næstfjölmennasta land Rómönsku Ameríku á eftir Brasilíu.