Botnsá
Botnsá er á í Hvalfjarðarsveit. Hún er affall úr Hvalvatni og myndar fossinn Glym rétt vestan Hvalfells. Hún kemur niður í Botnsdal og fellur í Botnsvog í Hvalfirði. Þar er skógi vaxið land.
![](http://up.wiki.x.io/wikipedia/commons/thumb/d/d9/%C3%81_lei%C3%B0inni_upp_a%C3%B0_Glym_%283616995246%29.jpg/220px-%C3%81_lei%C3%B0inni_upp_a%C3%B0_Glym_%283616995246%29.jpg)
Meðan enn voru sýslur í gildi markaði hún skil Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu. Í upphafi Þjóðveldisaldar skildi Hvítá í Borgarfirði að Sunnlendingafjórðung og Vestfirðingafjórðung, en á 13. öld voru fjórðungamörkin flutt að Botnsá.
Upprunahæð Botnsár er 378 m og lengd er 9 km.